Komið þið sæl og gleðilegt ár, á morgun mánudag er sveitarfundur sem hefst kl 20.00. Á dagskrá er uppgjör úr fjáröflunum. Vetrarferð, fjáraflanir almennt, hvernig gekk að manna þær og svo framvegis, hugrenningar stjórnar á nýju ári, hvað er framundan, önnur mál úr sal.
Rúsínan í pylsuendanum er svo fyrirlestur sem Björn Oddsson mun halda um sprungukortin sem gerð eru fyrir alla stærstu jökla landsins. Hann mun fjalla um tilurð kortanna og hvar má nálgast þau, en aðal inntakið er hvernig þau nýtast best og notuð verða raunveruleg dæmi sem sýna hversu vel þau virka í raun.
Flottur fundur í farvatninu mætum öll hress og kát.
Kveðja stjórn