Kl.11:03 í morgun reið harður eftirskjálfti yfir Haítí og fundu íslensku björgunarmenn vel fyrir skjálftanum. Stærð eftirskjálftans var um 6 á Richter og voru upptök skjálftans um 60 km. vestur af Port-au Prince.
ÍA voru í hvíld í Base, þannig að það er í lagi með alla.
Flugvél þeirra félaga er væntanleg hvað á hverju til Port-au Prince. Þegar þetta er ritað, hefur áætlun þeirra um heimkomuna ekkert raskast.