Björgunarsveit Hafnarfjarðar tók þátt í Hálendisgæslu Landsbjargar síðastliðna viku.  Sveitin var staðsett á Kjalvegi með aðsetur á Hveravöllum.  Um 16 meðlimir sveitarinnar lögðu leið sína upp á hálendið að þessu sinni og eyddu tímanum í hin ýmsu verkefni.  Auk þess að manna bíla og fjórhjól sveitarinnar voru ýmsar kunnar leiðir gengnar og landið kannað.

Mest var um aðstoð við ökumenn bíla að ræða allt frá flötum dekkjum upp í biluð kælikerfi á rútum.  Rætt var við fjölda ferðamanna og þeim gefnar upplýsingar um færð á vegum, gönguleiðir og margt fleira.

Blíðskaparveður var á svæðinu allan tímann og potturinn á Hveravöllum ávallt kannaður hvert kvöld.

Categories: Almennt