Samstaða

Samstaða

Nú stendur hálendisvakt Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem hæst, en hún hófst síðastliðinn föstudag. Sveitin er staðsett á Sprengisandi með aðsetur í Nýjadal. Tveir fullbreyttir Patrol-jeppar eru á svæðinu ferðafólki til halds og trausts. Tíu manns frá sveitinni hafa staðið vaktina auk þess sem nýliðar hafa flotið með og kynnst ferðalögum á hálendinu.

Verkefni hafa aðallega falist í því að aðstoða ökumenn sem hafa átt í erfiðleikum á svæðinu og auk þess sem farið er um, skálar vaktaðir og ástand vegslóða kannað. Á laugardag gekk hluti hópsins frá Vonarskarði yfir í Nýjadal. Á mánudag er hópurinn kannaði hitastig laugarinnar í Laugafell barst aðstoðarbeiðni frá erlendri konu sem ekki aðeins hafði fest bílinn í snjóskafli heldur var einnig rammvillt. Eftir nokkra leit fannst konan heil á húfi, langt frá þeim stað sem hún taldi sig vera. Vaktin stendur fram á föstudag þegar björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði tekur við keflinu.

Categories: Almennt