Um helgina stendur yfir haustæfing Íslensku Alþjóðasveitarinnar (ÍA). Fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar tekur þátt með sjö björgunarmönnum en sveitin er ein af aðildareiningum ÍA.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar  er einnig með tvo menn í æfingastjórn sem sér um að skipuleggja og framkvæma æfinguna.

Síðast en ekki síst sér sveitin um sjúklinga fyrir æfinguna.

Í heildina taka því um 25 þátt í æfingunni frá BSH um helgina.

Categories: Almennt