Um helgina fór fram Hópstjórnunarnámskeið á vegum SL. Guðmundur Sigurðsson, Valgeir Rúnarsson og Sigurður Ingi Guðmarsson sóttu þetta námskeið, en þeir Hjálmar Örn Guðmarsson og Dagbjartur Brynjarsson voru leiðbeinendur. Farið var yfir helstu atriði sem hópstjórar þurfa að hafa skil á. Farið var yfir t.d. vettvang aðgerðar, SÁBF, stjórnun flokka o.m.fl. Var námskeiðið alveg til fyrirmyndar og allir ánægðir með framkvæmd þess. Alls sóttu 11 manns námskeiðið, frá 6 sveitum.
Almennt
Hljóp maraþon fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Á dögunum barst Björgunarsveit Hafnarfjarðar myndarlegur styrkur frá hlauparanum Gylfa Steini Guðmundssyni sem hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar sveitinni. Gylfi Steinn hljóp til heiðurs afa sínum, Gylfa Sigurðssyni, fyrrum formanni Björgunarsveitarinnar Fiskakletts Read more…