Um helgina fór fram Hópstjórnunarnámskeið á vegum SL. Guðmundur Sigurðsson, Valgeir Rúnarsson og Sigurður Ingi Guðmarsson sóttu þetta námskeið, en þeir Hjálmar Örn Guðmarsson og Dagbjartur Brynjarsson voru leiðbeinendur. Farið var yfir helstu atriði sem hópstjórar þurfa að hafa skil á. Farið var yfir t.d. vettvang aðgerðar, SÁBF, stjórnun flokka o.m.fl. Var námskeiðið alveg til fyrirmyndar og allir ánægðir með framkvæmd þess. Alls sóttu 11 manns námskeiðið, frá 6 sveitum.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…