Í gær var haldin þríþrautin HROKI, í fyrsta skipti í nokkur ár og mættu þrjú þriggja manna lið til leiks. Keppnin byrjaði á því að keppendur hlupu um það bil 3 km frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði yfir að skógræktinni þar sem við tók 7-8km löng hjólaferð inní Kaldársel og svo gömlu leiðina til baka að skátaskálanum við Hvaleyrarvatn. Þegar þangað var komið syntu keppendur um 270m leið yfir Hvaleyrarvatn.
Að þessu sinni voru það Aðalsteinn, Geir og Þórdís sem lentu í fyrsta sæti, á eftir þeim fylgdu Elíza, Ragnar og Sigurjón og að lokum Sandra Birna, Smári og Telma í þriðja sæti.
Að keppni lokinni var haldið á Flatahraunið þar sem Dagbjartur stóð hress við grillið og grillaði dýrindis hamborgara ofan í þátttakendur og áhorfendur.