Ármann Höskuldsson, meðlimur í BSH og yfirmaður sjúkraflutninga fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hélt fyrirlestur um aðkomu björgunarsveita að Almannavarnaráætlun Ríkislögreglustjóra, varðandi Inflúensu faraldurinn (H1N1).
Rétt um 20 meðlimir BSH mættu á fyrirlesturinn, sem haldinn var í Hraunbyrgi. Fór hann yfir veiruna sem slíka, smitleiðir, varnir, umgengni við sjúklinga, meðferð á tækjum, skyndihjálp, verkefnum björgunarsveitarfólks o.m.fl. Var almenn ánægja með þennan fyrirlestur