Tveir félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar eru nú á leið til Nepal í kjölfar skjálftans sem varð þar s.l. laugardag. Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson munu vinna við að tryggja fjarskiptasamband, en fjarskiptasamband er forsenda þess að hjálparstarf gangi vel og hægt sé að samhæfa aðgerðir. Einnig er vitað til þess að lítið fjarskiptasamband er á hluta svæða og ekki  vitað um afdrif fólks. Andri og Gísli fara á vegum Nethope og verða komnir á skaðasvæði á morgun, mánudag.

Nánar um fjarskiptahóp.

Categories: Almennt