Í gærkvöldi kom Freyr Jónsson, oft kenndur við Arctic Trucks, í heimsókn og hélt langan og góðan fyrirlestur um jeppabifreiðar. Farið var yfir allt sem tengist akstri jeppa, drifrás, dekk, viðhald og margt fleira. Þarna var klárlega maður á ferð sem allir gátu lært af, sama á hvaða aldri þeir voru.
Næstkomandi helgi verður farin æfingarferð á Langjökul til þess að æfa margt af því sem hann fjallaði um í fyrirlestrinum.
Frey viljum við þakka fyrir að hafa gefið sér tíma í þessa heimsókn sína.