Björgunarsveit Hafnarfjarðar mun að vanda vera með jólatrjáasölu sína í Hval við Flatahraun.

Salan fer fram 11. – 23. desember og er opnunartíminn sem hér segir:
Virka daga kl. 13.00 – 21.30
Helgar kl. 10.00 – 21.30

Það er lítið brugðið út af vananum í jólahefðunum á þessum bæ eins og svo mörgum öðrum og verðum við með einstaklega fallegan normannsþyn eins og síðustu ár frá 100 – 250 cm á hæð og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Categories: Almennt