Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakkar öllum þeim er keyptu Neyðarkallinn þetta árið.  Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og sölufólki okkur tekið mjög vel og með hlýhug.  Einstakt þótti okkur hvað fólk var ánægt þegar það gat sýnt okkur að það hefði keypt Neyðarkallinn þegar það gekk fram hjá sölustöðum.

Einungis með ykkar aðstoð getum við rekið öflugt björgunarsveitarstarf í Hafnarfirði.

Categories: Almennt