Útkallshæfir félagar tóku sig til sunnudaginn 4. nóv síðast liðinn og hittust í húsi og útbjuggu risa skammt af kjötsúpu. Hópurinn hittist kl. 14 og skar niður hráefni í súpuna, sauð hana og pakkaði í hæfilega skammta. Kjötsúpan var síðan fryst fyrir komandi vetur og verður hægt að nýta hana í útköllum, ferðum og öðru sem upp kemur.
Fátt gefur meiri kraft en alvöru íslensk kjötsúpa og viljum við þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærar þakkir fyrir forsjárhyggjuna og fyrir að gefa tímann sinn en í heildina tók verkefnið um 4 klst.