Afmælisæfing FBSR

Rétt um klukkan 18:00, laugardaginn 16. október, voru allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út, til leitar að 16 ára stúlku, Ísold Önnu Árnadóttur.  Hennar hafði verið saknað síðan um miðjan dag og sást síðast við heimili sitt í Breiðholti.  Ágætis mæting var hjá okkur, en um 13 mættu til leitar.  Farið var á 3 bílum sveitarinnar.

Rétt um kl.19:45, fann Spori 10 stúlkuna rétt neðan við Grímsbæ í Fossvogi, heila á húfi.  Flottur árangur hjá okkur.

Rétt um 70 manns, í 18 hópum tóku þátt í aðgerðinni.

Categories: Almennt