Um 500 björgunarsveitamenn leita nú Birnu Brjánsdóttur. Frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru að störfum um 40 manns, sem bæði eru úti á fjórum bílum, einu sexhjóli og í björgunarmiðstöðinni okkar Klett sem notuð er sem bækistöð fyrir leitarfólk þar sem það getur nærst og safnað kröftum.
Við viljum þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið með styrkjum í leitinni og gert okkur kleift að halda úti þessari öflugu leit.

21.01.2017

 

Categories: Almennt