Þann 3. og 4. maí seldu félagar í Lionsklúbb Hafnarfjarðar, Gaflarann. Klúbburinn hafði ákveðið að gefa Björgunarsveit Hafnarfjarðar allan ágóðan af sölunni.

Í kvöld var svo tveimur félögum sveitarinnar boðið á fund Lions þar sem þeim var afhentur styrkur uppá 1.000.000 kr. Þeir Lions-menn orðuðu þessa gjöf þannig að þetta væri í raun styrkur frá bæjarbúum Hafnarfjarðar sem þeir söfnuðu saman.

Það má með sanni segja að þessi peningur mun nýtast okkur vel á komandi tímum og verkefnum.

Viljum við skila sérstöku þakklæti til Lionsklúbbs Hafnarfjarðar sem og bæjarbúa fyrir þennan mikla stuðning.

Categories: Almennt