#16 Björgunarsveit Hafnarfjarðar sat ekki aðgerðarlaus síðustu helgi. Nýliðar fóru á rötunarnámskeið á Úlfljótsvatni og lærðu þar um kortalestur og áttavitanotkun. Samhliða rötunarnámskeiðinu voru nýliðar á seinna ári að læra félagabjörgun í umsjón undanfarahóps sveitarinnar en það námskeið var einnig á Úlfljótsvatni. Sjóflokkur sat heldur ekki í leti og sendu mann og bát til Garðabæjar til að aðstoða Hjálparsveit skáta Garðabæjar við nýliðakynningar á bátahóp sveitarinnar. IMG_5010 Tókst það mjög vel en siglt var um Arnarnesvoginn og yfir í Kópavog og teknar æfingar í Kópavogshöfn í stjórntökum slöngubáta, gallasundi, og endurheimtingu einstaklings úr sjó. Samstarfið tókst vel og á eflaust eftir að verða meira á milli sveitanna á sjónum í framtíðinni.

Categories: Almennt