Björgunarsveit Hafnarfjarðar sat ekki aðgerðarlaus síðustu helgi. Nýliðar fóru á rötunarnámskeið á Úlfljótsvatni og lærðu þar um kortalestur og áttavitanotkun. Samhliða rötunarnámskeiðinu voru nýliðar á seinna ári að læra félagabjörgun í umsjón undanfarahóps sveitarinnar en það námskeið var einnig á Úlfljótsvatni. Sjóflokkur sat heldur ekki í leti og sendu mann og bát til Garðabæjar til að aðstoða Hjálparsveit skáta Garðabæjar við nýliðakynningar á bátahóp sveitarinnar.
Tókst það mjög vel en siglt var um Arnarnesvoginn og yfir í Kópavog og teknar æfingar í Kópavogshöfn í stjórntökum slöngubáta, gallasundi, og endurheimtingu einstaklings úr sjó. Samstarfið tókst vel og á eflaust eftir að verða meira á milli sveitanna á sjónum í framtíðinni.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…