Það voru sjö manns sem söfnuðust saman á slaginu kl. 8 í gærkvöldi í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Fimm mínútum síðar var haldið að bæjarprýði Hafnarfjarðar, þ.e.a.s. Hamrinum. Settar voru upp tryggingar, línum komið fyrir og flökkuðu hin sjö fræknu upp og niður ókleifan hamarinn og gott ef einn ferðaðist ekki inn í fjórðu víddina. Hlátrasköll ómuðu um klettaveggina og var haldið heim þegar íbúar Öldugötu heimtuðu svefnfrið. Það voru því þreyttir en sáttir landflokksmeðlimir sem lögðust til hvílu mánudaginn 26. október.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…