Um núliðna helgi var ýmislegt í gangi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Sex einstaklingar eyddu helginni á Úlfljótsvatni þar sem grunnnámskeið Íslensku Alþjóðasveitarinnar fór fram. Fjórir sátu námskeiðið og höfðu mikið gaman af. Á námskeiðinu er farið í gegnum alla innri virkni Íslensku Alþjóðasveitarinnar auk þess sem að menn og konur fræðast um stöðu sveitarinnar innan sameinuðu þjóðanna.

Stór hópur nýliða lagði leið sýna í Bláfjöll, þar sem námskeiðið „Fyrsta hjálp 1“ fór fram. Það námskeið er liður í grunnþjálfunarferli björgunarmanna.

Það má því með sanni segja að þessa helgi eins og margar aðrar var nóg um að vera í öflugu starfi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.