Nú um helgina fóru nýliðar 2 í ferð og var ferðinni heitið upp á Miðfellstind. Lagt var af stað út úr húsi á föstudags eftirmiðdaginn kl17.30 og var ferðinni þaðan heitið í Skaftafell. Frá Skaftafelli var labbað inn í Kjós þar sem upp voru settar tjaldbúðir. Vaknað var á laugadagsmorgni kl08.00 eftir 3tíma svefn og var ferðinni heitið á Miðfellstind. Eftir uppgöngu í þónokkurn tíma var ákveðið að skynsemi væri í því að snúa við sökum snjóflóðahættu. Í staðinn var tekin smá könnunarleiðangur þegar niður var komið í tjaldbúðir að Morsárjökli og þá kom í ljós allur sandurinn sem á honum var. Kominn var síðan svefntími snemma á mannskapinn eftir lítinn svefn kvöldið áður. Á sunnudegi var síðan ræs kl07.00 í rigningu, svo planið var að ganga frá öllu og labba til baka eftir Morsárdalnum inn í Skaftafell þar sem bílarnir biðu misþreyttra ferðalangana.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…