Langar þig að starfa í einni öflugustu björgunarsveit landsins?

Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 2. september og fimmtudaginn 3. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1998 eða fyrr

 

Categories: Almennt