Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða fyrr
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…