Nýliðakynningar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar verða haldnar miðvikudaginn 31 ágúst og fimmtudaginn 1. september klukkan 20:00 í húsnæði sveitarinnar við Hvaleyrarbraut 32 (gengið inn Lónsbrautarmegin).
Í nýliðaþjálfun færð þú tækifæri á að byggja upp reynslu og þekkingu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni björgunarsveita.
Ef þú hefur áhuga á útivist, jeppamennsku, fjallamennsku, fjarskiptum, sjóbjörgun eða vélsleðum þá er þetta eitthvað sem þú vilt prófa. Nýliðastarfið er fyrir þá sem eru fæddir 1999 eða fyrr
Almennt
Hljóp maraþon fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Á dögunum barst Björgunarsveit Hafnarfjarðar myndarlegur styrkur frá hlauparanum Gylfa Steini Guðmundssyni sem hljóp heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar sveitinni. Gylfi Steinn hljóp til heiðurs afa sínum, Gylfa Sigurðssyni, fyrrum formanni Björgunarsveitarinnar Fiskakletts Read more…