Í kvöld verður farið á Helgafell í Hafnarfirði og er þetta fyrsti fundur nýliðastarfsins í vetur. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér nýliðastarfið þá ertu velkominn með, ekki of seint!
Mæting kl. 19.30 í björgunarmiðstöðina Klett að Hvaleyrarbraut 32 (komið Lónsbrautarmegin).
Mætið í góðum skóm, helst gönguskóm, með regnfatnað og góða skapið, það er líka voða gott að hafa ljós með ef það er til. Það er spáð hvassviðri en þetta er einmitt veðráttan sem við þurfum að takast á við í okkar starfi.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…