Nýr sporhundur BSH

Ingólfur og tíkin sem hefur ekki fengið nafn.

Nýr sporhundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er á leið til landsins.  Tíkin er af tegundinn blóðhundur og kemur frá ræktanda í Bandaríkjunum.  Ingólfur Haraldsson fór á dögunum út til þess að taka við hundinum og koma honum í flug til Íslands.

Tíkin kemur til landsins með flugi í dag og fer beint í sótthví þar sem hún verður í einn mánuð.  Æfingar hefjast svo strax að sótthví lokinni.  Kristín Sigmarsdóttir mun sjá um þjálfun hundsins auk eldri þjálfara sveitarinnar.

Categories: Almennt