Olafsskardsvegur

Laugardaginn 20. október gengu átta vaskir félagar Spora um Ólafsskarðsveg. Gangan hófst við Jósepsdal og endaði við Litlaland í Ölfusi.

Leiðin er ekki erfið en hópurinn fékk slagveður á leiðinni og notaði m.a. skel til að leita skjóls fyrir veðrinu í nestipásu. Megin markmiðið var að njóta þess að ferðast saman um perlurnar í bakgarðinum og þekkja sem best nærumhverfið. Þá er það ágæt æfing fyrir björgunarsveitafólk að ferðast í öllum veðrum og stóð hópurinn sig glimrandi vel.

Hópurinn með Andra Johnsen í forsvari hefur stofnað til gönguseríu sem hófst með því að ganga Selvogsgötu í september.

Næsta ganga í þessari gögnuseríu verður laugardaginn 24. nóvember og verða þá gengin Kattartjarnaleið og geta áhugasamir heyrt í Andra til að fá nánari upplýsingar.

Myndir fá finna hér í myndaalbúmi á Facebook síðu sveitarinnar. En flestar myndir eru frá Erlu Kristínu og Andra.