Risaflugeldasýning sveitarinnar og Hafnarfjarðarbæjar verður haldin við höfnina í kvöld kl 20:30 mánudaginn 29.des. Sýningin verður yfir Hafnarjarðarhöfn.
Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar verður sérlega mikið lagt í sýninguna til þess að binda enda á glæsilegt afmælisár bæjarins.
Félagar sveitarinnar og velunnarar eru hvattir til að láta sjá sig.