Rúmlega 100 manns voru á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar á ferð um landið um helgina sem leið.

Tæplega fimmtíu mans gengu yfir Fimmvörðuháls á námskeiði sem haldið var fyrir nýliða. Þó voru nýliðarnir sjálfir aðeins helmingur þeirra sem fóru því mikill áhugi fullgildra meðlima var fyrir ferðinni.

Rúmlega fimmtíu krakkar í Unglingadeildinni Björgúlfi fóru svo uppí Bláfjöll með umsjónarmönnum deildarinnar þar sem þau eyddu helginni í gönguferðum og hellakönnun.

Categories: Almennt