Þá er þrettándi dagur jóla runninn upp sem þýðir að í dag er síðasti söludagur flugelda. Það er búið að fresta þrettándagleðum víða um bæinn vegna veðurs, en það breytir ekki að við megum ekki selja lengur. Því hvetjum við ykkur til að koma í dag og gera góð kaup hjá okkur í nýju björgunarmiðstöðinni Klett við Lónsbraut. Það verður opið til kl. 20.00.
Einnig viljum við vekja athygli á því að þrettándagleði félaga okkar í Haukur hefur verið frestað til helgarinnar og verðum við þar með flugeldasýningu, fylgist með nánari tímasetningu þegar nær dregur.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…