Klukkan 9:00 síðastliðinn laugardag lagði félagi úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Símon Halldórsson, af stað í 19000km hjólreiðaferð frá Íslandi til Kína. Ferðin mun leiða Símon í gegnum 20 lönd á þeim 11 mánuðum sem hún mun taka. Félagar úr björgunarsveitinni ásamt ættingjum og vinum fylgdu Símoni í upphafi ferðar á laugardagsmorgun í fínu veðri
Þeir sem vilja kynna sér ferðina frekar eða fylgjast með framvindunni er bent á heimasíðu Símons www.fjallakall.wordpress.com