Undanfarna daga hafa félagar í sveitinni staðið í ströngu við undirbúning hátíðarhalda á sjómannadeginum sem er á sunnudaginn. Á sjómannadeginum verður margt um að vera við Flensborgarhöfn og mun sveitin sviðsetja björgunaraðgerðir, sýna búnað ásamt því að sett verða upp leiktæki fyrir bæjarbúa. Meðal leiktækja er rennibraut útí sjó, björgunarstóll (aparóla), þrautabraut í sjónum, hoppukastalar, klifur og svo verður boðið uppá kararóður og koddaslag. Kafarar sveitarinnar munu sýna furðurverur úr undirdjúpum í körum á hafnarbakkanum.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og hafa gaman að! Dagskráin hefst kl 13 á höfninni.

Nánar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Categories: Almennt