Áramótablað 2018 er farið í prent

Áramótablað 2018 er farið í prentun

Í aðdraganda hátíðinna er mikið um að vera í sveitinni einkum tengt fjáröflunum. Við rötum í fjölmiðla sem fjalla um starf okkar og fjáraflanir af einlægum áhuga og fjalla skemmtilega um starf okkar. Fyrr í vikunni fjallaði Mbl.is um jólatrjáasöluna og birtum við það hér neðar.

Fjarðarpósturinn heimsótti okkur á dögunum og fengu myndir úr starfi og tóku saman skemmtilega umfjöllun sem birt var á vef þeirra í dag: http://fjardarposturinn.is/utkall-fjorda-hvern-dag/  Þá var líka grein í prentuðu útgáfu blaðsins, blaðið er 47.tbl. 36.árg.

Guðni í Fjarðarfréttum kíkti einnig til okkar nýlega og tók viðtal við formann okkar Gísla Johnsen og fékk myndir bæði úr starfi og jólatrjáasölunni. Viðtalið er birt í Jólablaði Fjarðarfrétta, blaðið er 47. tbl, 16. árg.

Við erum þakklát báðum miðlum fyrir að sýna starfi okkar og fjáröflunum slíkan stuðning. Að sjálfsögðu bjóðum við öllum áhugasömum að fylgjast með daglegum rektri okkar á Facebook síðunni Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Okkar eigin árlega Áramótablað er þegar farið í prentun, 10.300 eintök,  og mun Pósturinn sjá um að dreifa blaðinu inn á hvert heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði dagana 27.-28. des næst komandi. Ekki láta Áramótablð 2019 framhjá þér fara.

Categories: Almennt