Einar Sigurjónsson og Valiant fóru s.l þriðjudag í fjöruna við Hvaleyri, til að ná í Skugganefju, sem er ca. 5m hvalur. Rak hann upp í fjöru í síðustu viku. Starfsmenn Hafró voru búnir að taka sýni úr hvalnum þegar við komum að. Hafði hvalurinn sennilega lent á báti, þar sem að kjálkinn var illa brotinn.
Eftir að hvalurinn var fundinn, fór Valiant upp í fjöru til að binda utan um sporðinn. Einar Sigurjónsson dró svo hvalinn á haf út. Var honum svo sökkt með tveimur blýkubbum fyrir utan Straumsvík.