Sleðamessa björgunarsveitanna verður laugardaginn 14. nóvember í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði. Björgunarsveitarmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá sleðamessunar en margir áhugaverðir fyrirlestrar eru í boði. Á sunnudeginum 15. nóvember verður síðan sleðamessa fyrir almenning þar sem eru einnig erindi sem eru áhugaverð fyrir björgunarsveitarmenn.
Dagskrá
Laugardagur 14. nóvember  sleðamessa björgunarsveitanna.
Í húsi Björgunarsveitar Hafnafjarðar að Flatahrauni 14, 220 Hafnarfirði.
Kl. 12:00 Hádegismatur í boði SL
Kl. 13:00
  • Fyrirlestur vorferðir á jöklum
  • Fyrirlestur frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
  • Kynning hvað er að gerast í tetra og svo eru þeir sem eru búnir að vera að aka með tetra hvernig     útfærslu þeir eru með og hvernig það hefur komið út.
  • Hvernig á að stilla CTI spelkur kennsla.
  • Kaffihlé.
  • Notkun og eftirspurn Sleðagalli SL, ílar, Vesti, Hnéspelkur. Eru ekki örugglega allir að nota þessa hluti?
  • Kynning og afhending á Reitakerfinu.
  • Umhirða og stillingar á sleðum.
  • Útkall í Skessuhorn.
  • Umræða um framkvæmd og framhald sleðamessu.
Sleðamessu lokið um 18:00
Sunnudagur 15. nóvember sleðamessa fyrir almenning.
Í Sporthúsinu, Dalssmára 9-11, 201 Kópavogi.
Kl. 10:30 Húsið opnar Eftirtalin fyrirtæki á staðnum – Sjóvá, IMG Aukaraf, Garmin Ísland, Össur.
Kl. 11:00 Snjóflóðaleit og félagabjörgun Fyrirlesari Árni H.S.S.K.
Kl. 12:00 Hádegis hlé myndasýning á skjávarpa.
Kl. 13:00 Ofkæling á fjöllum Fyrirlesari Guðmundur F.B.S.R.
Er sleðinn í lagi fyrir ferðina fyrirlesari Halldór
Sprungur og svelgir á jöklum Þór F.B.S.R.
Sleðamessu slitið.
Gestum er bent á að næg bílastæði er að finna bakvið Iðnskólann í Hafnarfirði sem er við hlið björgunarsveitarhússins
Categories: Almennt