Fimmtudaginn 4.nóvember var skrifað undir samstarfsamninga milli Hafnarfjarðarbæjar, Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og slysavarnadeildarinnar Hraunprýði auk þess var skrifað undir samtarfssamning milli Hafnarfjarðarhafnar og Björgunarsveitarinnar.

Samningar þessir eru afrakstur vinnu sem farið hefur fram undanfarin misseri, í samningunum felast ýmis sameiginleg verkefni aðila auk almenns stuðnings bæjarfélagsins.

Í samningunum fellst mikil viðurkenning á okkar störfum og munu þeir gera okkur kleift að vaxa og dafna á komandi árum.

Stjórn sveitarinnar vill óska félögum sveitarinnar til hamingju með þennan áfanga og koma á framfæri þökkum til bæjarfélagsins fyrir að sýna styrk við þær aðstæður sem nú ríkja.


Categories: Almennt