Í gær fylgdum við félaga okkar henni Kristínu Gróu Gunnbjörnsdóttur eða Stínu eins og hún var alltaf kölluð hinsta spölinn. Stína lést eftir stutt veikindi þann 11. febrúar sl. Stína var öflugur félagi í Slysavarnadeildinni Hraunprýði og stóð ófáar vaktirnar í fjáröflunum og eins að hlúa að okkur félögunum þegar var komið í hús eftir erfið útköll. Einnig lét hún til sín taka í öðrum félagsmálum í Hafnarfirði. Stína var hrókur alls fagnaðar og alltaf á fullu spani. Sama hvað gekk á þá mættum við henni alltaf með bros á vör, já og bleikan varalit. Bleikur var liturinn hennar Stínu.
Elsku Stína nú ertu komin aftur í faðm eiginmanns þíns sem þú saknaðir sárt. Við munum sakna þín þar til við sjáumst næst.
Elsku fjölskylda Stínu við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar og biðjum engla og vættir alheimsins að vaka yfir ykkur og styrkja í sorginni.

Categories: Almennt