Rio Tinto Alcan veitti í dag Björgunarsveit Hafnarfjarðar 300.000 króna styrk úr samfélagssjóði sínum. Féð rennur til þjálfunar á sporhundi sveitarinnar sem fluttur var inn í vor frá Bandaríkjunum.
Hundurinn sem hefur fengið nafni Perla er af gerðinni blóðhundur (e. Bloodhound) og er ræktuð sérstaklega til sporrakninga.
Vill Björgunarsveit Hafnarfjarðar þakka Rio Tinto Alcan fyrir þennan myndarlega styrk sem mun koma sér vel við að standa undir kostnaði við þjálfunina.