Nú fer að styttast í að við opnum okkar árlegu jólatrjáasölu í Hvalshúsinu. Salan opnar miðvikudaginn 14. desember. Það má segja að öll kvöld fram að jólum séu undirlögð í undirbúningsvinnu fyrir fjáraflanir. Við erum í óðaönn að koma útkallsbúnaði fyrir þannig að hann taki sem minnst pláss en sé jafnframt aðgengilegur ef á þarf, ná í hillur og annan búnað úr geymslu þannig að hægt sé að setja upp flugeldabúðir og telja jólatré og undirbúa jólatrjáasölustaðinn. Margar hendur vinna létt verk og við hvetjum alla félaga til að koma við og aðstoða okkur í undirbúningnum.

Categories: Almennt