Félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar eru hvattir til að mæta til sveitarfundar mánudaginn 21. nóvember kl: 20. Aðalefni fundarins verður húsbyggingarmál. Byggingarnefnd fer yfir stöðu mála og nefndin og stjórn svara fyrirspurnum um húsbygginguna. Stefnt er að því að halda fundinn í bílasalnum því von er á fjölmörgum félögum á fundinn. Fundinum verður stýrt af fundarstjóra og það verður heitt kaffi á könnunni og með því. Hægt er að koma spurningum til byggingarnefndar fyrir fundinn á innri vefnum eða með því að senda tölvupóst á byggingarnefnd(hjá)spori.is.
Hlökkum til að sjá sem flesta.