Þessa stundina eru tveir meðlimir fjarskiptahóps staddir á námskeiði á vegum Almannavarnastamstarfs Evrópu í Svíþjóð. Námskeiðið heitir Technical Expert Course 11.3. Markmiðið með námskeiðinu er að undirbúa þátttakendur undir alþjóðleg verkefni á vegum Almannavarnasamstarfs Evrópu (EUCP).  Námskeiðið er sjö dagar og endar á stórri æfingu í tvo daga þar sem líkt er eftir raunverulegu útkalli frá upphafi til enda. Þátttaka á námskeiðinu var í gegnum almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Nú hafa fjórir aðilar í fjarskiptahóp lokið námskeiðinu og eru því skráðir sem viðbragðsaðilar í kerfi Almannavarna Evrópu. Almannavarnir Evrópu settu hópinn í viðbragðsstöðu árið 2013 vegna fellibylsins sem reið yfir Filipsseyjar í nóvember.

Categories: Almennt