Í kvöld var haldið Tetranámskeið á Flatahrauni. 10 nýliðar á seinna ári mættu. Á námskeiðinu er farið yfir virkni og útbreiðslu Tetrakerfisins, fjarskiptaskipulag björgunarsveita í Tetrakerfinu og virkni þess tækjabúnaðar sem sveitin hefur yfir að ráða. Námskeiðið er hluti af þjálfun björgunarsveitarmanna. Leiðbeinandi var Ingólfur Haraldsson félagi í sveitinni og leiðbeinandi Björgunarskóla Slysavarnafélagins Landsbjargar í fjarskiptum.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…