Mikið var um að vera hjá meðlimum BSH þessa helgina. Undanfarar og landflokkur fóru í skíðaferð Bláfjöll á laugardag og einhverjir í ísklifur og aftur í dag sunnudag.
Sleðaflokkur tók renning sunnan Langjökuls. Snjóalög voru frekar rýr sunnan Tjaldafells en nægur snjór norðan þess.
Bílaflokkur fór í sameiginlega ferð bílaflokka á Svæði 1 á Vatnajökul. Reyna átti við Grímsfjall en þar sem ferðin sóttist hægt var snúið til baka og gist í Jökulheimum. 9 bílar voru með í för og 6 vélsleðar.
Menn og konur voru því dugleg að safna inn lengdar- og hæðar(kíló)metrum í reynslubunkann þessa helgina.