Félagar sveitarinnar standa nú í ströngu við að undirbúa flugeldasölustaði sveitarinnar. Sveitin verður með flugeldasölu á fjörum stöðum í Hafnarfirði eins og undanfarin ár. Staðirnir sem sveitin verður með flugeldasölu á eru á Flatahrauni 14 (gamla slökkvistöðin), við verslunarmiðstöðina Fjörð, Fornubúðir 8 við smábátahöfnina, og við Tjarnarvelli.
Afgreiðslutímar eru eftirfarandi:
miðvikudagur
28 des. 12:00 – 22:00
fimmtudagur
29 des. 10:00 – 22:00
föstudagur
30 des. 10:00 – 22:00
laugardagur
31 des. 09:00 – 16:00
Þá minnum við á flugeldasýningu sveitarinnar sem verður haldin við höfnina í Hafnarfirði á fimmtudaginn 29 desember kl 20:30.