Þriðjudaginn 17 Maí fékk sjóflokkur sveitarinnar útkall þar sem að skúta var með brotið stýri við Hvassahraun. Björgunarbáturinn Fiskaklettur var mannaður skömmu eftir boðun og haldið var á vettvang en það var nokkuð hvasst og nokkur öldugangur á staðnum. Einn af áhafnarmeðlimum Fiskakletts fór með dráttartaugina yfir í skútuna og var um borð í skútunni á meðan hún var dregin til Hafnarfjarðar. Aðgerðin tók um klukkustund og var komið í höfn um miðnætti.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…