Þriðjudaginn 17 Maí fékk sjóflokkur sveitarinnar útkall þar sem að skúta var með brotið stýri við Hvassahraun. Björgunarbáturinn Fiskaklettur var mannaður skömmu eftir boðun og haldið var á vettvang en það var nokkuð hvasst og nokkur öldugangur á staðnum. Einn af áhafnarmeðlimum Fiskakletts fór með dráttartaugina yfir í skútuna og var um borð í skútunni á meðan hún var dregin til Hafnarfjarðar. Aðgerðin tók um klukkustund og var komið í höfn um miðnætti.
Almennt
Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn
Laugardaginn 17. maí aðstoðuðu félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar Slysavarnardeildina Hraunprýði við að setja upp björgunarhringi við Hvaleyrarvatn. Um er að ræða björgunarhringi sem S.V.D. Hraunprýði keypti fyrir nokkru með það í huga að bæta öryggi Read more…