Þriðjudaginn 17 Maí fékk sjóflokkur sveitarinnar útkall þar sem að skúta var með brotið stýri við Hvassahraun. Björgunarbáturinn Fiskaklettur var mannaður skömmu eftir boðun og haldið var á vettvang en það var nokkuð hvasst og nokkur öldugangur á staðnum. Einn af áhafnarmeðlimum Fiskakletts fór með dráttartaugina yfir í skútuna og var um borð í skútunni á meðan hún var dregin til Hafnarfjarðar. Aðgerðin tók um klukkustund og var komið í höfn um miðnætti.
Almennt
Vel heppnuð vetrarferð að Strút
Björgunarsveit Hafnarfjarðar skellti sér í vetrarferð að Strút á Mælifellssandi um síðustu helgi. Lagt var af stað á föstudagskvöldi og farið um Emstruleið vestan Mýrdalsjökuls upp í fjallaskála Útivistar við Strút. Gisti hópurinn þar í Read more…