Tvö útköll voru hjá björgunarsveitinni sl. 2 daga.  Á fimmtudag var boðað út í óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu.  Að þessu sinni voru 6 verkefni, sem dreyfðust um höfuðborgarsvæðið.  Vinnuskúr fauk á Völlunum og Skjólveggur fauk í Gullteig, en þessi tvö verkefni voru einnig í síðasta óveðursútkalli.  Klæðning á þaki Hörðuvallaskóla var að losna o.fl.

Í gær, föstudag var sveitin boðuð út um kl.9:40, maður týndur í botni Hvalfjarðar.  Fannst maðurinn seinnipart dagsins og var leitin þá afturkölluð.

Categories: Almennt