Í ár verða haldnir 2 kynningarfundir fyrir nýliðastarf sveitarinnar. Fundirnir eru þriðjudagskvöldið 2. september og miðvikudagskvöldið 3. september. Báðir fundirnir byrja kl:20 og verða í húsnaæði sveitarinnar á Flatahrauni 14. Sama kynning er bæði kvöldin og því nóg að mæta á annan fundinn. Frekari upplýsingar um nýliðastarfið má finna á www.nylidastarf.blogspot.com. Dagskrá starfsins má finna hér á síðunni á dagatalinu hér til hægri. Öllum spurningum er svarað á harpa(hjá)spori.is.
Almennt
Nýr starfsmaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
Óskar Steinn Ómarsson hefur verið ráðinn í hálft starf á skrifstofu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Hann tók við starfinu þann 15. ágúst síðastliðinn og sinnir verkefnum sem snúa að daglegum rekstri sveitarinnar, skipulagi fjáraflana, aðstoð við formenn Read more…