Andri og Tóti að æfa neyðarveltu

Nú um nýliðna helgi kláruðu tveir meðlimir sveitarinnar fagnámskeiði í fyrstu hjálp (WFR).  Námskeiðið er haldið á 8 dögum á Gufuskálum, þjálfunarmiðstöð Landsbjargar.

Á námskeiði þessu er farið yfir öll helstu atriði fyrstu hjálpar og skilningur björgunarmanna á hinum ýmsu heilsufarskvillum dýpkaður til muna.

Kunnátta þessi á vafalaust eftir að nýtast þessum meðlimum sveitarinnar vel í framtíðinni.